
Netþjálfun GoMove: Online stúdíó.
Fyrir einstaklinga sem þurfa sveigjanleika og vilja markvissar ketilbjölluæfingar sem skila árangri, án þess að æfingarútínan sé of tímafrek.
Sveigjanleiki án þess að fórna gæðum.
Komdu þér í form með 2-3 ketilbjöllur og þjálfara sem leiðir þig í gegnum æfinguna þína á myndbandsformi.
Með því að láta okkur að plana æfingarnar fyrir þig einfaldar þú ákvörðunartöku og sparar þér dýrmætan tíma sem þú getur nýtt í aðra mikilvæga hluti. Eina sem þú þarft að gera er að klæða þig í æfingaföt, ýta á play og fylgja okkur eftir.
Mánaðarleg áskrift í Netþjálfun veitir þér ótarkmarkaðan aðgang að prógrömmum, aukaæfingum, mobility æfingum og tæknimyndböndum frá þjálfurum okkar.
Smelltu HÉR fyrir eina fría æfingu í Netþjálfun til að fá fílinginn fyrir fyrirkomulaginu og þjálfuninni okkar.
Innifalið í áskrift að Netþjálfun GoMove …
-
Æfingaprógrömm
Veldu 2-12 vikna prógramm sem þú vilt fylgja. Miðað við 3-4 æfingar á viku og þú getur bætt við aukaæfingum eins þér hentar best.
-
Aukaæfingar
Handahófskenndari æfingar til að bæta við æfingavikuna þína eins og þér hentar best. 10-40 mín æfingar.
-
Mobility æfingar
Stuttar æfingar til að mýkja kroppinn á hvíldardögum eða bara þegar þú vilt stutta og ljúfa hreyfingu.
-
Tæknimyndbönd
Stutt myndbönd þar sem við brjótum niður æfingar eins og Deadlift, Ketilbjöllusveiflu eða Snatch svo að þú getir náð betri tökum á grunntækninni.
Mánaðarleg áskrift
16.900 á mánuði
engin binding á áskriftinni
aðgangur að öllum netprógrömmum
ketilbjöllu-tæknimyndbönd
aðeins 10 daga uppsagnarfrestur
“Þó það sé brjálað að gera þá gleymi ég ekki hreyfingunni. Mér finnst þetta í raun styrkja mann andlega, smá sigur að geta haldið sér við efnið í hreyfingu ásamt öllu öðru.”
“Ákvörðunin um að taka æfingu er orðin léttari.”
“Mjög góð upplifun, ég hlakka til að taka æfingar. Er líka búin að læra helling, t.d. betri tækni við margar æfingar.”
“Þetta viðhorf með að mæta á dýnuna og gera það sem maður getur eftir dagsformi finnst mér gott hugarfar. Það er ekki alltaf allt eða ekkert.”
Langflestar æfingarnar okkar í Netþjálfun eru um 30-40 mín langar og leiddar af þjálfara.
Æfingarnar getur þú bæði séð í appi eða tölvu. Þú sérð æfinguna bæði skriflega og líka á myndbandsformi í fullri lengd svo þér líður eins og þjálfarinn sé hjá þér að leiðbeina þér.
Allar æfingarnar okkar byrja á upphitun sem samanstendur af liðkun og virkni til að undirbúa líkamann fyrir æfinguna framundan.
Eftir það tekur oftast við góður styrkur og við endum svo á stuttum teygjum.
Á öllum æfingum hvetjum við þig til að æfa í takt við bæði getustig og dagsform svo það er auðvelt að aðlaga æfingarnar að sér hverju sinni.