Skilmálar þessir voru seinast uppfærðir 20. október 2025. GoMove áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum og taka þeir þá strax gildi við uppfærslu.
AÐGANGUR AÐ STÖÐINNI EÐA NETÞJÁLFUN
Aðeins iðkendur með virka áskrift eða virkan aðgang að námskeiði hafa leyfi til að nýta sér aðstöðu GoMove eða æfingabanka í Netþjálfun.
Gerist viðskiptavinur sekur, af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, um skemmdir á tækjum, búnaði eða húsnæði GoMove, verður viðkomandi að greiða kostnað sem af háttsemi hans hlýst.
Iðkendur skulu ganga vel um, bera virðingu fyrir æfingabúnaði og öðrum munum í æfingastöðinni og sýna öðrum meðlimum tillitssemi og almenna kurteisi.
GREIÐSLUR
Alltaf er greitt fyrirfram fyrir þjálfun. Greiðslur eru ekki bundnar við nýtingu iðkanda og er ekki hægt að óska eftir endurgreiðslu ef þjálfun er ekki nýtt.
Áskriftargjald greiðist sjálfkrafa ýmist á 4 vikna fresti eða mánaðarfresti eftir því hvernig þjónustan er. Þetta samþykkir iðkandi við skráningu.
Ef iðkandi velur greiðsluseðil við innheimtu greiðir hann þjónustugjald af innheimtunni.
BINDITÍMI Á ÁSKRIFT
Binditími á áskrift í Hópþjálfun GoMove (fyrir konur og karla) eru 8 vikur eða tvö tímabil (tvær greiðslur). Eftir það ‘‘opnast’’ áskriftin og er uppsagnarfrestur 10 dagar.
Enginn binditími er á áskrift í Netþjálfun GoMove en uppsagnarfrestur er 10 dagar fyrir næstu endurnýjun.
Enginn binditími er á áskrift í Mömmuþjálfun GoMove en uppsagnarfrestur er 10 dagar fyrir næstu endurnýjun.
UPPSAGNIR
Ef þú vilt segja upp þjálfun skaltu senda tölvupóst á uppsogn@gomove.is. Uppsagnarfrestur í Hópþjálfun, Mömmuþjálfun og Netþjálfun eru 10 dagar fyrir næstu endurnýjun að liðnum binditíma ef um binditíma er að ræða. Ef uppsögn berst þegar styttra en 10 dagar eru í næstu endurnýjun fer sú endurnýjun fram og áskriftin rennur út þegar því tímabili lýkur.
EIGIN ÁHÆTTA
Iðkendur eru ávallt á eigin ábyrgð á æfingum í æfingastöð GoMove og líka á heimaæfingum. Mikilvægt er að huga að öryggi við æfingar og skulu iðkendur fara varlega í umgengni við æfingabúnað.
Iðkendur bera ábyrgð á að meta fyrir sig hverju sinni hvort að þeir ráði nægilega vel við æfingar og ef iðkandi telur að æfing henti sér ekki vegna heilsufars eða líkamlegrar getu er mikilvægt að aðlaga æfinguna í samráði við þjálfara eða eftir eigin innsæi.
Iðkendur bera ábyrgð á sínum eigum/munum sem þeir taka með sér inn í æfingastöðina.
Í mömmutímum er í boði að taka börn með sér á æfingar og eru börnin þá ávallt á ábyrgð ábyrgðaraðila og er mikilvægt að huga að öryggi barnsins öllum stundum, sérstaklega í kringum búnað eða hillur.
Ef iðkandi ákveður að taka barn (eitt barn per iðkanda) með sér í Open Gym á sérstökum auglýstum tímum ber iðkandinn ávallt ábyrgð á því að tryggja öryggi sitt og barnsins í æfingastöðinni. Börn skulu ekki leika sér með æfingabúnað eða nálægt hillum sem geyma æfingabúnað.